Efnahagslagabrot

Á undanförnum árum hafa heimildir til viðurlaga vegna efnahagsbrota á fjármálamörkuðum aukist verulega, bæði fjöldi brota sem sæta viðurlögum og viðurlögin sjálf.

KVASIR lögmenn liðsinna við samskipti gagnvart Fjármálaeftirlitinu og annarra yfirvalda vegna athugana á hugsanlegum efnahagsbrotum (brot á fjármálamarkaði) og sáttameðferð vegna stjórnvaldssekta.

Við höfum mikla reynslu á þessu sviði, en Hlynur Jónsson sat í nefnd forsætisráðherra um viðurlög við efnahagsbrotum, sem lagði drög að nýrri löggjöf um viðurlagakerfi vegna brota á fjármálamarkaði og samkeppnisbrota. Hlynur og Einar Jónssynir unnu að innleiðingu laganna hjá Fjármálaeftirlitinu.