Fjármálafyrirtæki

KVASIR lögmenn veita aðstoð við stofnun fjármálafyrirtækja (bankar, verðbréfafyrirtæki, rekstrarfélög verðbréfasjóða o.s.frv.), starfsleyfisumsóknir, hvort heldur grunnumsókn eða umsókn um aukið starfsleyfi o.fl.

Við veitum ráðgjöf varðandi skipulag fjármálafyrirtækja með hliðsjón af reglum um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Við höfum unnið úttektir á regluhæfi fjármálafyrirtækja og undirbúið fyrirtæki fyrir athuganir FME.

Þekking okkar á reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja er yfirgripsmikil og veitum við ráðgjöf varðandi lög og reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja, bæði samkvæmt íslenskri löggjöf og Evróputilskipunum á fjármálamarkaði. Bæði Hlynur og Einar Jónssynir hafa setið í sérfræðinganefndum á vegum CESR (Samtök Evrópskra Fjármálaeftirlita).

Við veitum fjármálafyrirtækjum ráðgjöf og aðstoð í hvers konar samskiptum við eftirlitsaðila.