Samkeppnisréttur

KVASIR lögmenn veita alhliða ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar, sem lýtur m.a. að:

-Ráðgjöf við samruna og yfirtökur á fyrirtækjum, þ. á m. mat á samkeppnisréttarlegum áhrifum og nauðsynlegar tilkynningar til samkeppnisyfirvalda.
-Hagsmunagæslu vegna málsmeðferðar fyrir samkeppnisyfirvöldum, hvort sem er í ágreiningsmálum á milli fyrirtækja eða vegna frumkvæðisathugana samkeppnisyfirvalda.
-Málsmeðferð fyrir dómstólum ef þörf krefur.
-Málsvörn vegna samkeppnisbrotamála og sáttameðferð hjá samkeppnisyfirvöldum.

Kaup og sala fyrirtækja

KVASIR lögmenn veita heildstæða ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja:

- Áreiðanleikakannanir
- Yfirtökureglur
- Samrunar
- Fjármögnun
- Tilkynningar til samkeppnisyfirvalda
- Skattamál í samstarfi við sérfræðinga á sviði skattaréttar

 

Hugverkaréttur

KVASIR lögmenn veita ráðgjöf í tengslum við hugverkaréttindi á eftirtöldum sviðum:

- Vörumerki
- Einkaleyfi
- Hönnunarvernd
- Höfundaréttur
- Lén
- Viðskiptasérleyfi
- Hugbúnaður

Viðskiptasamningar

KVASIR lögmenn eru þaulreyndir í samningagerð á sviði viðskipta og taka að sér gerð og yfirlestur hvers konar viðskiptasamninga, bæði við innlenda aðila og erlenda. Þá tökum við einnig að okkur undirbúning og aðstoð við samningaferlið sjálft. Þjónusta okkar tekur t.d. til:

- Dreifingarsamninga
- Sérleyfa (franchising) - nytjaleyfi
- Hugbúnaðarsamninga
- Samstarfssamninga
- Umboðssamninga
- Fjárfestingaverkefna
- Samningatækni og undirbúnings samningsviðræðna

Gjaldþrotaréttur og fjárhagsleg endurskipulagning

KVASIR lögmenn veita ráðgjöf við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja, samskipti og samninga við kröfuhafa, aðstoð við greiðslustöðvun og nauðasamninga.

Þá taka KVASIR lögmenn að sér skiptastjórn þrotabúa.