Innherjaviðskipti

Með innherjaviðskiptum er átt við lögmæt viðskipti fruminnherja með fjármálagerninga útgefanda. Ólögmæt viðskipti innherja kallast hins vegar innherjasvik.

Reglur um innherjaviðskipti hafa reynst flóknar í framkvæmd og fjölmörg álitaefni hafa komið upp. KVASIR lögmenn hafa umfangsmikla þekkingu á þessu sviði og veita útgefendum, regluvörðum og fruminnherjum ráðgjöf og aðstoð við framkvæmd og túlkun reglna um innherjaviðskipti.

KVASIR lögmenn veita einnig liðsinni við samskipti framangreindra aðila gagnvart Fjármálaeftirlitinu.

Við höfum mikla reynslu á þessu sviði og höfum m.a. haldið námskeið fyrir regluverði, stjórnendur, fruminnherja o.fl.