Útgefendur fjármálagerninga

KVASIR lögmenn veita útgefendum verðbréfa (fjármálagerninga) margvíslega þjónustu við framkvæmd þeirra reglna er gilda um skráð félög, t.d. innherjareglna, útboðsreglna og reglna um opinbera upplýsingagjöf.

Við aðstoðum við mat á því hvort upplýsingar teljist innherjaupplýsingar og einnig hvort skilyrði til þess að fresta birtingu upplýsinganna teljist uppfyllt, en þetta mat er með því flóknara sem á reynir við beitingu reglnanna. Einnig veitum við ráðgjöf um orðalag og framsetningu tilkynninga frá útgefendum. Mikið er í húfi fyrir útgefendur að þessum reglum sé fullnægt, enda eru brot á reglunum litin alvarlegum augum og geta skaðað trúverðugleika útgefandans.

Við tökum að okkur námskeið og fyrirlestra fyrir fruminnherja, regluverði og stjórnendur um reglur um innherjaviðskipti.

Einnig undirbúum við útgefendur fyrir úttektir FME og veitum aðstoð við hvers konar samskipti við FME og Kauphöll Íslands.