Verðbréfasjóðir

Ólíkar lagareglur gilda um sjóði um sameiginlega fjárfestingu og tækifærin sem felast í rekstri slíkra sjóða eru á sama hátt mismunandi. 

KVASIR lögmenn leggja áherslu á sérfræðiráðgjöf um málefni sem lúta að stofnun og rekstri sjóða um sameiginlega fjárfestingu, s.s. verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða. Meðal viðskiptavina okkar eru innlendir og erlendir aðilar á þessu sviði.

Einar Jónsson sat í sérfræðinganefnd CESR um verðbréfasjóði (UCITS).