Yfirtökur

KVASIR lögmenn hafa mikla reynslu af túlkun og framkvæmd yfirtökureglna og veita ráðgjöf um beitingu þeirra. Fjölmörg álitaefni hafa vaknað við túlkun yfirtökureglna, sem eru að mörgu leyti matskenndar og vandmeðfarnar. Á meðal þeirra atriða sem KVASIR lögmenn aðstoða við eru:

- Gerð yfirtökutilboðs, 
- mat á hugsanlegri tilboðsskyldu (yfirtökuskyldu), 
- greinargerð stjórnar, 
- tilkynningar og frestir, 
- undanþágubeiðni til FME, 
- álitsgerðir o.fl.

Hlynur Jónsson hefur setið í sérfræðinganefnd um yfirtökumál á vegum CESR, auk þess að vinna tillögur að breytingum á yfirtökureglum íslensku verðbréfaviðskiptalaganna og stýra yfirtökuathugunum á vegum FME.

Verðbréfaviðskipti

KVASIR lögmenn búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á löggjöf um verðbréfaviðskipti og framkvæmd hennar. Við sérhæfum okkur í þjónustu á þessu sviði og veitum m.a. fjármálafyrirtækjum, skráðum félögum og fjárfestum alhliða ráðgjöf um verðbréfaviðskiptarétt.

Vátryggingafélög

KVASIR lögmenn hafa langa reynslu af störfum á sviði vátryggingaréttar og vátryggingastarfsemi bæði fyrir innlenda og erlenda aðila, s.s. vátryggingafélög, söluaðila vátrygginga, vátryggingartaka og sinnt eftirlitsstörfum á vátryggingarmarkaði hjá FME

Verðbréfasjóðir

Ólíkar lagareglur gilda um sjóði um sameiginlega fjárfestingu og tækifærin sem felast í rekstri slíkra sjóða eru á sama hátt mismunandi. 

KVASIR lögmenn leggja áherslu á sérfræðiráðgjöf um málefni sem lúta að stofnun og rekstri sjóða um sameiginlega fjárfestingu, s.s. verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða. Meðal viðskiptavina okkar eru innlendir og erlendir aðilar á þessu sviði.

Einar Jónsson sat í sérfræðinganefnd CESR um verðbréfasjóði (UCITS).

Útboð

Fjármögnun fyrirtækja og framkvæmda getur verið flókið verkefni, en ýmslar leiðir eru færar aðrar en beinar lántökur. Útboð verðbréfa (fjármálagerninga) er ein þeirra. Með útboði eru boðin til kaups hlutabréf eða skuldabréf sem útgefin eru af fyrirtækjum, stofnunum eða öðrum aðilum. Útgefendur geta verið hvort sem er skráð félög eða óskráð. KVASIR lögmenn veita ráðgjöf um útboð og framkvæmd þeirra.

Almenn útboð eru háð því að gefin hafi verið út lýsing, sem er skjal með nægjanlegum upplýsingum um útgefandann og verðbréfin til þess að fjárfestar geti lagt mat á fjárfestinguna. Lýsing er einnig skilyrði skráningar á markað (töku verðbréfa til viðskipta).

Svokölluð lokuð útboð eru undanþegin skilyrðinu um gerð lýsingar. Undanþágan er háð ströngum skilyrðum, sem lúta einkum að fjárhæðum og fjölda eða flokki þeirra fjárfesta sem útboðinu er beint að (hæfir fjárfestar).

KVASIR lögmenn búa yfir mikilli þekkingu á útboðsreglum og veita alhliða ráðgjöf um útboð, svo sem val á útboðsaðferð, samanburð við aðra fjármögnunarkosti, aðstoð við gerð útboðslýsingar og samninga við umsjónaraðila.