Viðskipta- og fjármálaréttur

Category: Viðskipta og fjármálaréttur
Published on Thursday, 27 September 2012 14:38
Written by Super User
Hits: 3147

Við búum yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af löggjöf um fjármálafyrirtæki, verðbréfaviðskipti, kauphallir, verðbréfasjóði og vátryggingafélög. Auk þess að veita fjármálafyrirtækjum ráðgjöf, höfum við starfað hjá FME um árabil, höfum setið í fjölda evrópskra sérfræðinganefnda um verðbréfaviðskipti á vettvangi CESR (Samtök Evrópskra Fjármálaeftirlita) og Evrópusambandsins. Einnig höfum við starfað í löggjafarnefndum á vegum Viðskiptaráðuneytisins og FME. Þá kennum við verðbréfamarkaðsrétt við Háskóla Íslands og höfum haldið fyrirlestra fyrir fyrirtæki og fagfélög um efnið.