Yfirtökur

KVASIR lögmenn hafa mikla reynslu af túlkun og framkvæmd yfirtökureglna og veita ráðgjöf um beitingu þeirra. Fjölmörg álitaefni hafa vaknað við túlkun yfirtökureglna, sem eru að mörgu leyti matskenndar og vandmeðfarnar. Á meðal þeirra atriða sem KVASIR lögmenn aðstoða við eru:

- Gerð yfirtökutilboðs, 
- mat á hugsanlegri tilboðsskyldu (yfirtökuskyldu), 
- greinargerð stjórnar, 
- tilkynningar og frestir, 
- undanþágubeiðni til FME, 
- álitsgerðir o.fl.

Hlynur Jónsson hefur setið í sérfræðinganefnd um yfirtökumál á vegum CESR, auk þess að vinna tillögur að breytingum á yfirtökureglum íslensku verðbréfaviðskiptalaganna og stýra yfirtökuathugunum á vegum FME.