logo.png

Þjónusta

Áratuga reynsla

með þér í liði

Viðskiptalífið

Undirstaðan

Viðskiptavinir okkar njóta góðs af því að allir lögmenn okkar hafa áratuga reynslu. Við höfum fengist við flest og það er fátt sem kemur okkur á óvart. Við heillumst af áskorunum og höfum fundið lausnir á krefjandi úrlausnarefnum á ólíkustu sviðum lögfræðinnar. Við höfum metnað og elskum að ná árangri.

Í lögfræði skipta vönduð og traust vinnubrögð öllu máli. Reynsla getur haft úrslitaþýðingu. Við önnumst sjálfir persónulega öll mál sem við tökum að okkur. Hafðu samband ef við getum aðstoðað þig.

 

KVASIR lögmenn hafa víðtæka reynslu af ráðgjöf um fyrirtækjarétt, bæði úr störfum sínum og í krafti sérmenntunar frá erlendum háskólum. Við veitum þjónustu við samningagerð tengda hvers kyns viðskiptum og fyrirtækjarekstri. Þekking okkar á félagarétti og fjármálalögfræði er yfirgripsmikil og höfum við m.a. kennt á því sviði við Háskóla Íslands ásamt því að undirbúa lagasetningu um verðbréfaviðskipti, kauphallir, fjármálamarkaði og efnahagsbrot.

Einstaklingar

Þar sem hjartað slær

Lífið getur verið viðburðaríkt og fært okkur ólíklegustu viðfangsefni. Sem lögmönnum þykir okkur gaman að takast á við krefjandi verkefni og sérstaklega gefandi að ná árangri fyrir einstaklinga í persónulegum málum. Við höfum aðstoðað einstaklinga við að leysa úr fjölbreyttum verkefnum sem lífið og tilveran hefur fært þeim. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Til dæmis fasteignamál, verksamningar, nábýlisréttur, skipulags- og byggingamál, vátryggingamál og skaðabótamál. Einnig fjölskylduréttur, gerð kaupmála og erfðaskráa, skilnaðarsamninga, sambúðarslit o.fl.